Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Arnarhvoli við Lindargötu
101 Reykjavík
Kt. 550169-2829
[email protected]

Afgreiðsla opin virka daga frá kl. 8:30-16:00

Sími 545 9200

Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins.

Ráðherra, fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í eftirfarandi skrifstofur..; skrifstofa efnahagsmála, skrifstofa fjármálamarkaðar, skrifstofa opinberra fjármála, skrifstofa skattamála, skrifstofa stjórnunar og umbóta, skrifstofa yfirstjórnar og skrifstofa rekstrar og innri þjónustu.. Að auki starfar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins sem hluti af ráðuneytinu og telst hún vera ráðuneytisstofnun í skilningi 17. gr. stjórnarráðslaga.

Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, er ráðuneytisstofnun sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Umbra sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna.

Þá starfar í ráðuneytinu sérstök eining Stafrænt Ísland, sem vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari.

Ráðuneytisstjóri annast samræmingu á starfsemi skrifstofa  og felur einum starfsmanna hverrar skrifstofu og sviðs staðgöngu fyrir skrifstofustjóra í fjarveru þeirra. Að auki geta verið starfræktir til lengri og skemmri tíma sérstakir verkefnahópar eða -teymi til að vinna að málefnum og verkefnum sem varða verksvið fleiri en einnar skipulagseiningar ráðuneytisins, skv. nánari ákvörðun hverju sinni.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegir okkar allra – upplýsingasíða um nýja nálgun í fjármögnun

Á síðunni Vegir okkar allra er að finna upplýsingar um nýja nálgun stjórnvalda á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum.

Notkun gervigreindar

Leiðbeiningar um notkun gervigreindar 

Hvað gerum við?

Helstu verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins snúa að því að tryggja stöðugleika og hagvöxt í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála og markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Þá vinnur ráðuneytið að ýmsum umbótum í ríkisrekstri og fer með ýmis önnur mál, svo sem eigna- og mannauðsmál ríkisins.

Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. 

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Nánar
Sigurður Ingi Jóhannsson

Fjármála- og efnahagsráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra 9. apríl 2024. Hann var innviðaráðherra frá 28. nóvember 2021. Hann er fæddur á Selfossi 20. apríl 1962. Maki er Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri.

Sigurður Ingi hefur verið alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi síðan 2009. Hann var sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 23. maí 2013 til 7. apríl 2016, umhverfis- og auðlindaráðherra 23. maí 2013 til 31. desember 2014. Forsætisráðherra 7. apríl 2016 til 11. janúar 2017. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 30. nóvember 2017 til 28. nóvember 2021.

Nánar um fjármála- og efnahagsráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum