Hoppa yfir valmynd
12. maí 1997 Matvælaráðuneytið

Útflutningur á saltfiski

Fréttatilkynning

Útflutningur á saltfiski


Í fréttum fjölmiðla nú um helgina var fjallað um fund útflutningshóps Félags ísl. stórkaupmanna. Var m.a. haft eftir talsmanni hópsins að afnám línutvöföldunar hefði haft í för með sér að Íslendingar hefðu misst markaðshlutdeild fyrir saltfisk til Norðmanna og Færeyinga. Þessum upplýsingum ber engan vegin saman við gögn Hagstofu Íslands og norsku Hagstofunnar.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hafði útflutningur á saltfiski frá Íslandi aukist um 25,47% fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þar af nam aukinn útflutningur þurrkaðs saltfisks 48,42% blautverkað saltfisks 31,97% og saltfiskflaka og bita 1,11%.

Samkvæmt upplýsingum norsku Hagstofunnar (Statistisk Sentralbyrå) minnkaði útflutningur Norðmanna af söltuðum þorski úr 19.699 lestum á tímabilinu janúar til mars 1996 í 12.269 lestir á sama tímabili í ár. Nemur þessi samdráttur í útflutningi Norðmanna tæpum 40%. Þá liggur fyrir að sáralítið mun vera saltað af þorski í Færeyjum enda mun vaxandi hluta af afla færeyskra fiskiskipa vera landað óunnum erlendis.
Sjávarútvegsráðuneytið,
12. maí 1997

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum