Hoppa yfir valmynd
3. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Minningarathöfn og messa á Sjómannadeginum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var í morgun viðstaddur athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði. Þar flutti Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur ritningarorð og bæn. Lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. Borgarstjórinn í Þórshöfn í Færeyjum og fulltrúar færeyskra sjómanna voru viðstaddir athöfnina og minntust látinna sjómanna með blómsveig.

Gengið fylktu liði til Sjómannamessu í Dómkirkjunni.
Gengið fylktu liði til Sjómannamessu í Dómkirkjunni.

Frá athöfninni í Fossvogskirkjugarði.









Meðal viðstaddra voru auk ráðherra þær Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs og fulltrúar ráðsins, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og starfsmenn Landhelgisgæslunnar, starfsmenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og fleiri sem koma að sjóbjörgunarmálum hér á landi.

Gengið til messu í Dómkirkju.









Að lokinni athöfn var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þar sem safnast var saman til Sjómannamessu í Dómkirkjunni. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt forseta Íslands, innanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra, fulltrúum Sjómannadagsráðs og fleirum gengu í fylkingu til messunnar. Biskup Íslands prédikaði og sr. Hjálmar Jónsson þjónaði fyrir altari.

Minningaröldur sjómannadagsins voru reistar af Sjómannadagsráði árið 1996. Letruð eru á þann minnisvarða nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfara að ósk ættingja eða útgerðar.

Gengið fylktu liði til Sjómannamessu í Dómkirkjunni.
Gengið fylktu liði til Sjómannamessu í Dómkirkjunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta