Hoppa yfir valmynd
8. júní 2024

Söngganga á Skjaldbreið

Í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins verður efnt til sönggöngu á fjallið Skjaldbreiður.

Brottför fyrir kórsöngvara með rútu frá Hádegismóum kl. 08.00.
Ferðin er kórsöngvurum að kostnaðarlausu.
Fararstjórar frá Ferðafélagi Íslands.
Brottför þeirra sem vilja slást í hópinn á eigin vegum frá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum kl. 09:00. Athugið að aðkoman eftir línuveginum að upphafsstað göngunnar er ekki fyrir fólksbíla.

Tvö af leiðarstefjum afmælisárs lýðveldisins eru göngur og söngur. Efnt var til samkeppni um nýtt kórlag við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar. Lag Atla Ingólfssonar bar sigur úr býtum, sjá lagið í kórútsetningu.

Göngur um þjóðlendur landsins vekja okkur til umhugsunar um þau verðmæti sem þjóðin á í sínu sameiginlega víðerni. Til að sameina þessi tvö stef verður blásið til sönggöngu á Skjaldbreið.

Skjaldbreiðskórinn undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur mun  ganga á Skjaldbreið og flytja sigurlagið á toppi fjallsins ásamt þjóðsöngnum, en í ár eru 150 ár frá frumflutningi hans. Söngurinn verður tekinn upp á myndband.

Fólk sem er vant kórsöng og útivist er hvatt til að taka þátt.

Boðið verður upp á 2 æfingar vikurnar á undan viðburðinum.

  • Miðvikudaginn 29.  maí kl. 19.30 í Grafarvogskirkju
  • Fimmtudaginn 6. júní kl. 19.30 í Grafarvogskirkju

Hljóðskrár með SATB röddum munu verða sendar þátttakendum ef óskað er.

Vinsamlegast skráið þátttöku með nafni og raddgerð á netfangið: [email protected]

Lokadagur skráningar er þriðjudagur 21. maí.

Gangan á fjallið tekur um 3-4 klst.  Vegalengd um 10 km. Hækkun um 550 m.
Gert ráð fyrir að koma aftur að þjónustumiðstöðinni um kl. 18.00

Þátttaka ókeypis -  Öll velkomin

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum