Hoppa yfir valmynd

Ræða eða grein fyrrum ráðherra

26. mars 2018 MatvælaráðuneytiðÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á StartupTourism, 23. mars 2018

Góðir gestir

Gaman að vera með ykkur hér í dag.

Í störfum mínum sem ráðherra hef einna mest gaman að því að sjá allskonar fólk með allskonar verkefni fá tækifæri til að gera vel. Það hefur því verið virkilega ánægjulegt að njóta þeirra forréttinda að fá að fylgjast með gróskunni í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu.  Þar felast gríðarlegri vaxtarmöguleikar og þar liggur framtíðin.

Það er nefnilega aldrei of oft kveðin vísan um að úr mismunandi hornum samfélagsins koma bestu hugmyndirnar – en ekki úr miðstýringu ríkiskerfisins. Þó að ríkiskerfið sé reyndar oft bæði ágætt og mikilvægt sem slíkt í sínu hlutverki. Það á samt að mínu viti aðallega að vera í því að hlúa að og styðja við – en að öðru leyti á það bara að vera sem minnst fyrir! J

Startup Tourism er eitt þeirra verkefna - sérsniðið að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu eða til að þróa nýjar lausnir innan starfandi fyrirtækja. Verkefninu er ætlað að veita þátttakendum faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd fæðist þar til viðskipti taka að blómstra.

 

 

Óþarfi er að fjölyrða sérstaklega um þær hröðu breytingar sem einkennt hefur ferðaþjónustuna undanfarin misseri. Þessu samfara hefur  þjóðhagslegt vægi ferðaþjónustu aukist verulega. Ástæður vinsælda Íslands sem áfangastaðar eru fjölþættar og tengjast m.a. lýðfræðilegum breytingum og breyttri ferðahegðun flestra aldurshópa, auknu framboði flugleiða til og frá landinu og jákvæðri ímynd Íslands með tillliti til náttúru og menningar. Þrátt fyrir að ferðaþjónusta á Íslandi búi við, það sem kalla mætti lúxusvandamál með tilliti til vaxtar og vaxtarmöguleika, fylgir hins vegar vandi vegsemd hverri og sú áskorun sem að við Íslendingar stöndum frammi fyrir er brýn. Auðvitað þarf rekstarumhverfi atvinnugreinanna að vera hagfellt með tilliti til skatta og reglugerða. Hins vegar, og ekki hvað sýst, þarf umhverfi nýsköpunar og vöruþróunar að vera öflugt þannig að þau tækifæri sem felast í snjallri hagnýtingu náttúruauðlinda, menningar og sögu til sköpunar nýrra tækifæra og breikkun vöruframboðs. Öflug nýsköpun og vöruþróun gegna því lykilhlutverki í að auka arðsemi og bæta og viðhalda samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu.

 

Hlutverk ríksins á komandi tíð er að staumlínulaga stuðningskerfið þannig að það styðji enn  ferkar við alþjóðasókn nýsköpunar og sprotafyrirtækja, bæði hvað varðar markaðsfærslu og einnig hvað varðar alþjóðlega fjármögnun. Við erum  í harðri alþjóðlegri samkeppni, bæði um fólk og hugmyndir. Því er grundvallaratriði að stuðningskerfi nýsköpunar og frumkvöðla verði að lágmarki á pari við það sem best gerist í heiminum því bæði fólk og fjármagn er jú hreifanlegt og leitar þangað sem umhverfið er hagfelldast hverju sinni. Í ráðuneyti mínu er nú hafinn undirbúningur að gerð heildstæðrar nýsköpunarstefnu sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Markmið þeirrar stefnu er að Ísland verið ávallt í fremstu röð þegar kemur að nýsköpun og umhverfi frumkvöðla og sprotafyrirtækja.

 

Nýsköpun þvert á atvinnugreinar opnar mikla möguleika til vöruþróunar í ferðaþjónustu. Það sést vel á þeim fjölbreyttu viðskiptahugmyndum sem eru nú að ljúka Startup Tourism. Hópurinn glímir við fjölbreytt viðfangsefni allt frá tæknilausnum til nýrra afþreyingarmöguleika á grunni sagna-arfsins, gistingar og menningarlegar upplifunar svo eitthvað sé nefnt. Fjölbreytnin sýnir vel þau miklu tækifæri og það mikla hreyfiafl sem ferðaþjónustan er til góðra verka. Aukin ferðamennska þýðir aukin neysla á til dæmis matvælum, menningu eða listum sem getur skapað mikil svæðisbundin tækifæri til aukningar framleiðslu og vöruþróunar sem og nýsköpunar og atvinnuþróunar á fjölmörgum sviðum.

 

Við lifum á tímum hraðra tæknibreytinga sem oft hefur verið nefnd fjórða iðnbyltingin. Á komandi árum mun nýsköpun genga lykilhlutverki í að mæta áskorunum  í umhverfis- og loftslagsmálum. Í því ljósi er vert að hafa í huga að tæknibreytingar muna hafa ófyrirséð áhrif, meðal annars í ferðaþjónustu. Í því sambandi nægir að nefna áhrif Airbnb og Uber sem hvort um sig hafa haft mikil áhrif í ferðaþjónustu í heiminum. Þar birtist ljóslifandi dæmi um áhrif tæknibreytinga og internets á rótgróna markaði. Mikil umræða á sér stað  nú um þær breytingar sem eru að verða á ferðahegðun og öllu starfsumhverfi ferðaþjónustunnar fyrir tilstilli nýjunga á sviði slíkra stafrænnar tækni og samskipta. Allur ferill ferðalagsins, frá ákvarðanatöku til upplifunar er markaður af notkun samfélagsmiðla og síminn er orðinn öflugasta markaðs- og samskiptatækið innan ferðaþjónustunnar. Þessi þróun mun halda áfram og skapa  í senn gríðarleg tækifæri en einnig ákveðnar áskornir sem takast þarf á við með aukinni áherslu á þverfaglega nýsköpun. Í því ljósi er mikilvægt að tryggja að nýsköpun verði áfram virk innan rótgróinna fyrirtækja ekki síður en meðal sprotafyrirtækja.

 

Góðir gestir!

Ég fagna innilega verkefnum sem þessum sem aðstoða við að hraða ferlinu frá því að hugmynd fæðist þar til mikilvæg viðskipti taka að blómstra.

Því horfi ég á bjarta tíma framundan og hlakkaði til að sjá kynningar á þeim frábæru viðskiptahugmyndum sem hér verða kynntar eins og ég gat í fyrra – en því miður þá verð ég að hlaupa á fund rannsóknar og þróunar – þar sem ég ætla að halda áfram að tala um ykkar hjartans mál. Ég óska aðstandenum verkefnanna og Íslenska ferðaklasanum til hamingju og góðs gengis í framtíðinni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum