Hoppa yfir valmynd

Sóttvarnaráð

Sóttvarnaráð er skipað skv. 6. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, til fjögurra ára í senn. Þar skulu eiga sæti sérfræðingar á sviði smitsjúkdómalækninga, bakteríufræði, veirufræði, kynsjúkdóma og faraldsfræði/heilbrigðisfræði, heilsugæslulæknir og hjúkrunarfræðingur með sérþekkingu á sviði sóttvarna. Ráðið mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.

Aðalmenn

  • Ólafur Guðlaugsson, sérfræðingur á sviði smitsjúkdóma, formaður
  • Karl G. Kristinsson, sérfræðingur á sviði bakteríufræði, varaformaður
  • Guðrún Baldvinsdóttir, sérfræðingur á sviði veirufræði
  • Elísabet R. Jóhannesdóttir, sérfræðingur á sviði húð- og kynsjúdóma
  • Gunnar Tómasson, sérfræðingur á sviði faraldsfræð/heilbrigðisfræði
  • Nanna S. Kristinsdóttir, heilsugæslulæknir
  • Ásdís Elfarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur og með sérþekkingu á sviði sóttvarna

Varamenn

  • Már Kristjánsson, sérfræðingur á sviði smitsjúkdóma
  • Hjördís Harðardóttir, sérfræðingur á sviði bakteríufræði
  • Brynja Ármannsdóttir, sérfræðingur á sviði sýkla- og veirufræði
  • Ragna Leifsdóttir, sérfræðingur á sviði húð- og kynsjúdóma
  • Vilhjálmur Rafnsson, sérfræðingur á sviði faraldsfræð/heilbrigðisfræði
  • Ásmundur Jónasson, heilsugæslulæknir
  • Ólöf Másdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfæðingur og með sérþekkingu á sviði sóttvarna

Skipun ráðsins er frá 4. júní 2021 til 3. júní 2025.

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum