Hoppa yfir valmynd

Lykilþættir stöðuskýrslu

Ísland hefur að mörgu leyti sérstöðu í málefnum orkunýtingar og orkuskipta. Loftslagsmarkmið, orkuframleiðsla, orkuöryggi, kolefnishlutleysi og nýting og vernd eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til varðandi stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum.

Loftslagsmarkmið og orka

Loftslagsmarkmið Íslands þurfa að móta betur orkuframleiðslu og orkuflutning sem eru grunnur að framfylgd orkuskipta í samfélaginu. Við orkuskipti bætist orkuþörf til frekari vaxtar atvinnuvega.  

Orkuöryggi

Orkuöryggi, sem er meðal leiðarljósa orkustefnu Íslands, kallar á aukna raforkuframleiðslu og öflugra flutnings- og dreifikerfi.  Það sem aftur kallar á heildrænt skipulag orkukerfisins og samþættingu verkferla. 

Orkuframleiðsla

Orkuframleiðsla til fullra, sjálfbærra orkuskipta í skrefum felst einnig í bættri orkunýtni, auknum orkusparnaði, meðal annars með tækniþróun, aflaukningu núverandi virkjana og viðbótarvirkjunum.  

Kolefni

Kolefnishlutleysi

Aðgerðir í loftslagsmálum til að ná kolefnishlutleysi hafa framkallað græna iðnbyltingu um allan heim. Íslendingar þurfa að nálgast verkefnið með því að velja leiðir sem geta verið allt frá því að vera virkir þátttakendur í þessari byltingu með áframhaldandi hagvexti og bættum lífskjörum  til þess að  slá af, horfa inn á við, draga saman orkusækna atvinnustarfsemi og líta til annarra verðmæta.  

Vernd og nýting

Vernd og nýting

Orkuöflun er er mikilvægur þáttur í nýtingu náttúruauðlinda landsins sem býr yfir fjölbreyttum orkuauðlindum á stórum landssvæðum. Jafnframt einkennist Ísland af sérstæðri náttúru og landslagi sem hefur hátt verndargildi. Vinna þarf að sem mestri samfélagssátt um vernd og nýtingu landsvæða og náttúruauðlinda.  

Raforku- og varmaþörf

Raforku- og varmaþörf

Mat á raforku- og varmaþörf landsins til næstu tveggja til fjögurra áratuga er sett fram með tölulegum orkuspám sem þarfnast reglulegrar endurskoðunar. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar, fram til ársins 2040. 

Orkukaupendur

Orkukaupendur

Líklegir kaupendur orku hér á landi miðað við þróun á síðustu árum og til framtíðar eru fjölbreyttur iðnaður, m.a. málmiðjuver, gagnaver, líftækniiðnaður, matvælaframleiðendur, fiskeldisfyrirtæki og framleiðendur rafeldsneytis.  Búist er við áframhaldandi vexti í útflutningsgreinum sem nýta græna orku.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum