Hoppa yfir valmynd

Starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa

Rétt til að kalla sig náms- og starfsráðgjafa og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn sem til þess hefur leyfi ráðherra samkvæmt lögum um náms- og starfsráðgjafa, nr. 35/2009.

 

Skilyrði fyrir starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa

Um skilyrði þess að hljóta starfsheitið náms- og starfsráðgjafi fer samkvæmt 1. og 4. gr. laga nr. 35/2009.

  • Leyfið má aðeins veita þeim sem lokið hefur a.m.k. 90 til 120 eininga meistaraprófi í náms- og starfsráðgjöf frá háskóla sem ráðherra viðurkennir eða öðru jafngildu námi í náms- og starfsráðgjöf.

     

    Menntun erlendis frá

    Hafi einstaklingur lokið námi á háskólastigi frá erlendum háskóla, getur hann óskað eftir að láta meta nám sitt hjá ENIC-NARIC skrifstofunni.

    Sæki einstaklingur um leyfisbréf náms- og starfsráðgjafa getur mat á erlendu námi farið fram samhliða meðferð umsóknar leyfisbréfs.

    Ef einstaklingur er ríkisborgari frá landi innan EES svæðisins, Færeyjum eða aðildarríkis EFTA getur hann sótt um gagnkvæma viðurkenningu réttinda til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi ef hann leggur fram vottorð um viðurkennd réttindi í ríki innan EES svæðisins, Færeyjum eða aðildarríki EFTA.

  • Nánari upplýsingar um mat á erlendu háskólanámi

     

    Umsókn um starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa

    Einstaklingar sem ekki hafa fengið útgefið leyfisbréf samhliða útskrift úr viðurkenndu námi geta sótt um starfsleyfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

     

    Ferli umsóknar

    • Sótt er um á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.
    • Ef um menntun erlendis frá er að ræða sendir ráðuneytið beiðni til ENIC/NARIC skrifstofunnar og óskar eftir mati á hæfniþrepi menntunarinnar.
    • Leiki vafi á hvort umsækjandi fullnægi skilyrðum til að hljóta starfsleyfi er leitað umsagnar matsnefndar náms- og starfsráðgjafa, sbr. 2. gr. laga nr. 35/2009.
    • Ráðuneytið afgreiðir umsókn í samræmi við lög nr. 35/2009.

 

Starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa eru gefin út af mennta- og barnamálaráðherra og eru send umsækjanda.

 

Synjun umsóknar

  • Ef umsókn um starfsleyfi náms- og starfsráðgjafa er synjað er umsækjanda veittur rökstuðningur fyrir synjun.
  • Umsækjandi getur átt rétt á endurupptöku máls í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Almennt skal beiðni um endurupptöku berast innan þriggja mánaða frá því að ákvörðun um synjun var tilkynnt umsækjanda, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum